29. mars 2023

Drög að reglugerð

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hefur lagt inn umsögn sína við drögum að nýrri reglugerð um leigubifreiðaakstur.
B.Í.L.S. hefur óskað eftir samstarfi með stjórnvöldum við gerð nýrrar reglugerðar, þar sem lagabreytingar hafa mikil áhrif á starfsumhverfi leigubifreiðastjóra og viðskiptavini þeirra. Nú eru aðeins tveir virkir dagar fram að gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur sem samþykkt voru á þingi 16.desember 2022, sem leigubifreiðastjórar mótmæltu. Enn hefur bandalaginu hvorki verið boðið til ráðagerða né fengið svör við sínum spurningum til Innviðaráðuneytis:
1. Hvernig er hægt að tryggja öryggi almennings?
2. Hvernig er hægt að tryggja að leigubifreiðastjórar sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalatvinnu, geti lifað á sinni atvinnu?
3. Bandalagið hefur sérstakar áhyggjur af leigubifreiðastjórum á landsbyggðinni, Akureyri og Árborg, þar sem lagabreytingarnar munu bitna á afkomu þeirra með dapurlegum afleiðingum, bæði fyrir starfstéttina og viðskiptavini. Sjá umsögn með því að smella hér:
Mál nr.60.2023 B.Í.L.S. Umsögn

Augnablik