9. október 2025
Frami fordæmir allt ofbeldi
Í ljósi liðinna atburða vill Bifreiðastjórafélagið Frami koma því á framfæri að félagið fordæmir hvers konar ofbeldi í umhverfi leigubifreiða, hvort sem er andlegt eða líkamlegt, gegn farþegum eða gegn bifreiðastjórum. Almenningur á að geta treyst á örugga þjónustu leiguaksturs. Leyfisveitingar eiga alltaf að vera vel ígrundaðar með tilliti til öryggis farþega og viðunandi starfsumhverfi að leiðarljósi fyrir stéttina í heild.