18. október 2023

Haustferð eldri bílstjóra

Kæru félagar

 

Eins og undanfarin ár, ætlum við að fara í haustferð eldri bílstjóra eftir að hafa misst úr þrjú skipti af okkar góðu venju. Því verður gaman að hittast á ný!

Síðast fórum við haustið 2019 á Þingvöll, Uxahryggi, Lundareykjadal, Húsafell, Deildartunguhver og Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri. Síðan þá hefur samkomubann og óöruggt ástand tafið okkar árlegu skemmtiferð.

 

Í ár ætlum við að láta slag standa og fara í okkar árlegu haustferð laugardaginn 28. október 2023.

Þeir sem vilja taka þátt, mega hafa einn gest með sér í ferðina. Þátttök þarf að skrá fyrir 26. október nk.

Upplýsingar um ferðina og skráningu veitir skrifstofa félagsins milli kl.12:00 og 16:00 virka daga, í síma 568-5575 eða með tölvupósti frami@taxi.is

Stjórn Frama

Augnablik