6. október 2020

Haustferð eldri borgara 2020 fellur niður

Haustferð eldri borgara 2020

Kæru félagar, bílstjórar og makar

Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur að hin árlega haustferð eldri borgara fellur niður í ár, vegna Covid ástandsins.

Stjórn Frama hélt lengi í þá von að aðstæður í þjóðfélagin færu skánandi í þá áttina að geta farið í haustferð.

Eins og fréttir herma, eru aðstæður þess eðlis að við erum tilneydd til þess að fresta ferðinni að sinni.

Við óskum þess innilega að við hið hittums öll hress um leið og aðstæður leyfa.

Ykkur er velkomið að hringja í síma félagsins 568 5575 og kasta á okkur kveðju.  Eins munum við hringja í þá sem hafa tekið þátt í síðustu haustferðum.

Stjórn Frama haustið 2020

Augnablik