13. nóvember 2023

HREYFILL 80 ÁRA 11.11.2023

Bifreiðastjórafélagið Frami sendir starfsfólki og bílstjórum Hreyfils heillaóskir í tilefni af 80 ára afmæli samvinnufélagsins.

Hreyfill hefur staðið vaktina nótt sem nýtan dag í áttatíu ár frá stofnun 11. nóvember 1943. Starfsfólk og bílstjórar hafa veitt jafna þjónustu í misjöfnu árferði, ýmist mikilla álagstíma eða mikils samdráttar. Á þessum tímamótum er vert að minnast seiglu okkar allra í því að halda uppi þjónustu við almenning, bregðast við flestum aðstæðum, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Einnig er vert að þakka ánægðum viðskiptavinum fyrir tryggð sína við Samvinnufélagið Hreyfil.

Til hamingju og lengi lifi Hreyfill svf.

Stjórn Bifreiðastjórafélagsins Frama

 

Augnablik