14. febrúar 2022

Norska Ríkisstjórnin stöðvar losarabrag á leigubifreiðum

Samkvæmt fréttaveitu Norsku Ríkisstjórnarinnar í dag 14. febrúar 2022, stendur til að leggja fram til samráðs ný og bætt lög um leigubifreiðar í Noregi. Þar verða hertar kröfur á leigubifreiðar og leyfishafa. Þá verður skylda samkvæmt þeim að hafa þakljós og gjaldmæli í öllum leigubifreiðum. Þessar breytingar koma til eftir að þingmenn hafa áttað sig á þeim mistökum sem gerð voru með lagabreytingu í frelsisátt til að þóknast ályktun ESA. Lagabreytingin í frelsisátt tók gildi 1. nóvember 2020 og hefur valdið síversnandi þróun og miklum losarabrag, þvert á þær vonir sem stefnt var að.

Sjá krækju á fréttavef Norsku Ríkisstjórnarinnar:

Regjeringen stanser frislippet

Augnablik