6. október 2025
Orðsending frá TM í tilefni dagsins
Kæru félagsmenn Frama,
Fyrir hönd TM Trygginga vil ég óska ykkur innilega til hamingju með 91 árs afmælið. Það er sannarlega merkilegur áfangi í sögu félagsins og vitnisburður um stöðugleika, seiglu og samfélagslegt mikilvægi.
Við viljum jafnframt biðjast velvirðingar á þeim töfum sem urðu á framkvæmdum í kjölfar brunans. Tafirnar má rekja til nokkurra þátta, meðal annars til þess að fráfarandi stjórn óskaði eftir að stöðva verkið. Þegar stjórn félagsins ákvað að halda áfram með framkvæmdir þá reyndust verktakarnir komnir í önnur verkefni og við bættust sumarleyfi þeirra.
Þegar verkið hófst á ný kom einnig í ljós frekara tjón, sem er því miður algengt við brunatjón, og bætti TM það að fullu til viðbótar við upphaflegt tjón. Nú sér þó loks fyrir endann á framkvæmdunum, þar sem gólfefni og hurðir eru væntanleg í hús á næstunni.
Við skiljum að aðstæður þessar hafa verið óþægilegar og biðjum ykkur velvirðingar á þeim drætti sem orðið hefur. TM leggur ríka áherslu á að tryggja vandaða og örugga úrvinnslu tjóna og metur það mikils að samstarfið við Frama haldist áfram á traustum grunni.
Með bestu kveðju,
TM
Fjölnir Daði Georgsson Forstöðumaður-Eignatjón
|