2. desember 2020

Tryggingagjald: Umsögn um lagabreytingu

Kæru félagar

B.Í.L.S. hefur veitt umsögn sína á frumvarpi laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (tryggingagjald ofl.) www.althingi.is

UMSÖGN

 

Umsögn um 314. mál stjórnarfrumvarps, þingskjal 350. 151. löggjafarþing 2020-2021

Reykjavík 2. desember 2020

 

Bandalag íslenskra leigubfreiðastjóra B.Í.L.S. vill koma athugasemdum á framfæri við nefndasvið Alþingis, varðandi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (tryggingagjald ofl.)

 

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra bendir á verulegt misræmi sem gætir við innheimtu á trygginagjaldi atvinnutrygginga af þeim einstaklingum í sjálstæðum atvinnurekstri sem náð hafa 70 ára aldri. Leyfishafar atvinnuleyfis til reksturs leigubifreiða, geta framlengt leyfi sínu til 75 ára aldurs og haldið rekstri út síðasta árið. Þeim er skylt að greiða samkvæmt lögum tryggingagjald allan rekstrartímann, óháð aldri. Einstaklingum í sjálfstæðum rekstri, hefur gefist kostur á að njóta atvinnuleysisbóta að hluta á móti skertum tekjum á samdráttartímum vegna Covid19 faraldursins.

Leyfishöfum leigubifreiðaaksturs hefur gengið misvel að sækja um atvinnuleysisbætur, en þeir leyfishafar sem náð hafa 70 ára aldri, hefur undantekningalaust verið synjað um atvinnuleysisbætur sökum aldurs og vísað á ellilífeyri.

Úr því svo er komið, hlýtur tryggingagjaldið að vera ranglega innheimt af 70 ára og eldri einstaklingum, þegar greiðendurnir eiga ekki framar rétt á því að njóta bótanna sem til er stofnað með innheimtu gjaldsins.

Við viljum sjá úrbætur á þessu fyrirkomulagi og óskum eftir því að fá að koma fyrir þá nefnd sem fer með málaflokk þennan.

Virðingarfyllst

Stjórn B.Í.L.S.

Augnablik